Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal er lifandi sýning á heimi löngu horfins samfélags. Fyrirmynd bæjarins er stórbýlið Stöng sem grófst í eldgosi árið 1104 en saga fólksins sem þar bjó er sveipuð mikilli dulúð. Bærinn er í alfaraleið og frá Þjórsárdalsvegi tekur aðeins um mínútu að ferðast 900 ár aftur í tímann.

Opið alla daga
frá 1. maí til 30. september ár hvert
frá kl. 10:00-17:30
Verð - 2.500 kr.
Yngri en 12 ára - frítt.
  • Í þjóðveldisbænum upplifa gestir forna og framandi lífshætti. Þar má klæðast miðaldafatnaði, skoða afþreyingu þess tíma í skálanum, vefa á kljásteinavefstól og rökræða á bekkjunum áður en haldið er út að skylmast að víkingasið.

    Við bæinn er ýmiss fróðleikur um daglegt líf fólksins sem glæddi dalinn lífi fyrir hátt í þúsund árum.

Hér erum við