Fréttir og viðburðir
Ferðahelgin mikla í Þjóðveldisbænum
Helgina 5.-6. júlí, sem jafnan er talin vera mesta ferðahelgi á Íslandi, gerum við okkur dagamun í Þjóðveldisbænum.
Kveiktur verður langeldur, bæjarverðir bregða sér í búninga frá þjóðveldisöld og boðið verður upp á hangikjöt.
Allir sem leið eiga um Suðurland eru hvattir til að líta við í bænum og fræðast um lífshætti forfeðra okkar.