Heimildarmynd um fornar matarvenjur
Í byrjun júní var hópur kvikmyndagerðarfólks frá Kaliforníu við tökur í þjóðveldisbænum. Tilefnið var að taka upp heimildamynd um matargerð á Íslandi í kringum landnám.
![]() |
Guðmundur Ragnarsson við matseld í þjóðveldisbænum. |
Forsprakki kvikmyndagerðarmannavar Jayson Woodbridge vínekrubóndi í Kaliforníu og áhugamaður um matargerð.
Sjónvarpsþátturinn, sem tekinn var upp í þjóðveldisbænum, er einn af 20 prufuþáttum sem sýndir verða á sjónvarðpsstöðinni TLC. Þátturinn sem fær mesta áhorfið fer áfram til sölu og sýningar.
Jayson til aðstoðar var eiginkona hans Helen Mawson. Einnig var með í för hljóð- ljósa- og myndatökufólk. ásamt Guðmundi Ragnarssyni, matreiðslumeistara á veitingahúsinu Laugaási. Guðmundur er mikill áhugamaður um matargerð fyrr á öldum.