Landnámsdagurinn 2010
Fjölmenni var saman komið við þjóðveldisbæinn þann 5. júní þegar landnámsdagurinn var haldinn.
Fólk safnaðist saman á þeim stöðum í Þjórsárdalnum þar sem boðið var upp á atriði. Flestir heimsóttu þjóðveldisbæinn þar sem leikhópur úr Ungmennafélagi Gnúpverja frumflutti leikatriði um Gauk Stöng sem samið var af hópnum í vetur.
Þá voru Vikivakar dansaðir og einnig voru sýndir gamlir leikir af félagsskap sem í er áhugafólk um víkingahefðir á Íslandi. Gamalt íslenskt handverk var til sýnis og sölu og gömul íslensk vinnubrögð voru sýnd í bænum sjálfum.
Séra Axel Árnason messaði í kirkjunni og konur úr Kvenfélagi Skeiðahrepps buðu upp á íslenska kjötsúpu að hætti landnámsmanna.
Veðrið lék við gesti og var þetta hin skemmtilegasta stund í dalnum.