Um þjóðveldisbæinn
Um þjóðveldisbæinn

Um þjóðveldisbæinn

Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal er eitt best geymda leyndarmál Íslands. Bærinn er tilgátuhús byggt á einu stórbýli þjóðveldisaldar og þar gefst gestum færi á að kynna sér húsakynni forfeðra okkar og fræðast um hagi þeirra og daglegt líf.

Fyrirmynd þjóðveldisbæjarins eru rústir af fyrrum höfuðbýlinu Stöng í Þjórsárdal en talið er að sá bær hafi farið í eyði í Heklugosi árið 1104.

Í tilefni af ellefuhundruð ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974 var ákveðið að endurreisa stórbýli frá þjóðveldisöld. Hinar vel varðveittu húsaleifar á Stöng þóttu vel til þess fallnar að byggja tilgátuhúsið á. Byrjað var á byggingu þjóðveldisbæjarins árið 1974 og lauk verkinu þremur árum síðar. Húsið var vígt þann 24. júní 1977.

Við gerð Þjóðveldisbæjarins var reynt að byggja eins nákvæmlega og unnt var á leifum bæjarrústanna í Stöng og reyna þannig að gefa trúverðuga mynd af húsakynnum íslenskra höfðingja á þjóðveldisöld. Bærinn er eins konar safn sýnishorna um verkmennt en þar sem því sleppir var stuðst við eigin hugsmíðar, líkt og gert er í heimildaskáldsögu. Þjóðveldisbærinn er lifandi vitni um að húsakynni fornmanna voru vandaðar og glæsilegar byggingar.

Nánari upplýsingar um þjóðveldisbæinn >>

 

 

Til baka Senda

Samstarfsaðilar

  • Stjórnarráðið
  • Skeiða- og Gnúpverjahreppur
  • Þjóðminjasafnið
  • LandsvirkjunÚtlit síðu:

Tungumál


Þetta vefsvæði byggir á Eplica