Þjóðveldisbærinn er tilgátuhús sem byggt er á einu stórbýli Þjóðveldisaldar. Þar gefst gestum færi á að kynna sér húsakynni forfeðra okkar og fræðast um hagi þeirra og daglegt líf.
Fyrirmynd Þjóðveldisbæjarins eru rústir af fyrrum höfuðbýlinu Stöng í Þjórsárdal. Sá bær er talinn hafa farið í eyði í Heklugosi árið 1104.
Aðgangseyrir: Fullorðnir - 1.000 kr. Eldri en 67 ára og öryrkjar - 750 kr. Yngri en 16 ára - frítt.